Einkennilegur hlutur sem fannst á sorpsvæði Þorlákshafnar er með öllu skaðlaus. Sprengjudeildir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra voru kallaðar út í morgun vegna hlutarins, mun hann hafa líkst sprengju. Er mögulega um leikmun eða leikfang að ræða.

Þorsteinn M. Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi og vettvangsstjóri aðgerðarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að aðgerðum sé lokið á vettvangi. „Þetta er með öllu skaðlaust og menn eru bara að pakka saman.“