Færri en áður þurfa að sæta sóttkví ef smit kemur upp meðal nemenda samkvæmt nýjum reglum um sóttkví í skólum.

Sú ákvörðun að skipa einstaklinga í sóttkví eða smitgát verður háð því hvort samvera við smitaðan einstakling hafi verið mikil eða ekki. Nemendur í smitgát geta mætt í skólann að loknu hraðprófi á fyrsta og fjórða degi.

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að sóttvarnalæknir hafi endurskoðað leiðbeiningar um sóttkví á öllum skólastigum og í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Hægt er að lesa nánari leiðbeiningar um sóttkví í leikskólum, skólum, frístund og félagsmiðstöðvum hér.

Nýjar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni.
Mynd: Landlæknir