Hluti vegarins vestan Jökuls­ár á Fjöllum við Gríms­staði er nú ófær eftir að Jökla flæddi yfir veg vestan við brúna en lög­reglu­menn eru nú á vett­vangi. Hring­vegurinn frá Kröflu­af­leggjara í vestri og Vopna­fjarðar­af­leggjara í austri hefur nú verið lokað vegna málsins og eru moksturs­tæki á leiðinni.

Mikið magn af krapa og ís­hröngli er nú á veginum að því er kemur fram í færslu lög­reglunnar á Norður­landi eystra en þar segir að krapa­haugurinn líkist snjó­flóði þar sem hann er um þriggja metra djúpur og nær yfir um 200 metra af veginum. Talið er að flóðið hafi komið í kringum klukkan 15 í dag.

Vinna við mokstur mun hefjast í kvöld en ó­ljóst er hversu langan tíma það muni taka. Áin rennur nú undir brúna við Gríms­staði og virðist vatns­söfnun ekki vera í gangi á svæðinu. Vel verður fylgst með fram­gangi mála.

Flóð í Jökulsá á Fjöllum. Lögreglumenn eru á vettvangi á Mývatnsöræfum, vestan Jökulsár á Fjöllum við Grímsstaði. ...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Þriðjudagur, 26. janúar 2021