Sýkla- og veiru­­fræði­­deild Land­­spítalans og Ís­­lensk erfða­­greining hafa á­­kveðið að snúa bökum saman til auka af­kasta­­getu í skimun fyrir CO­VID-19. Á­ætlað er að hluti af veiru­­fræði­­deild Land­­spítalans flytjist í að­­stöðu ÍE í næstu viku. Þetta sagði karl G. Kristins­­son, yfir­­­læknir á sýkla- og veiru­­fræði­­deild Land­­spítalans, á upp­­­lýsinga­fundi al­manna­varna.

„Við erum að undir­­búa flutninginn og að­laga hug­búnaðinn. Ef allt gengur eftir ætti sá flutningu að geta orðið í byrjun næstu viku. Við það mun af­kasta­­geta aukast mjög mikið því tækja­búnaður Ís­­lenskrar erfða­­greiningar er talin geta af­ka­stað allt að fimm þúsund sýnum á dag,“ sagði Karl.

Snemma ljóst að tækjaskortur yrði takmarkandi þáttur

Karl sagði að snemma í far­aldrinum var ljóst að tækja­­skortur sýkla- og veiru­­fræði­­deildarinnar gæti orðið tak­­markandi þáttur. Hann benti á að fé til tækja­­kaupa væri skammtað á Land­spítalanum og hefur fé deildarinnar farið að mestu í endurnýja tæki. Svo þurfa tækja­­kaup á spítalanum að fara í út­­boð.


„Við vorum langt komin með út­­boðs­­gögn þegar far­aldurinn skall á en út­­boðs­­ferlið er tíma­frekt. Þegar neyðar­­stigi hafði verið lýst yfir í landinu vegna Co­vid-19 var ljóst að af­kasta­­geta tækjanna okkar gæti orðið tak­­markandi þáttur,“ sagði Karl.

Þegar inn­­kaup eru al­­ger­­lega nauð­­syn­­leg vegna að­kallandi neyðar­á­stands sem verður af ó­­­fyrir­­­sjáan­­legum at­burðum þarf ekki að fara í út­­boð. Karl sagði að um leið og far­aldurinn skall á var farið í nauð­­syn­­leg tækja­­kaup. Hins vegar kemur af­kasta­­mesta tækið sem deildin þarf ekki fyrr en í nóvember.

Útsjónarsemi starfsmanna látið dæmið ganga upp

Það að kaupa tæki er hins vegar ekki nóg, sagði Karl. Það þarf einnig starfs­­fólk en búið er að ráða tuttugu auka starfs­­menn inn á sýkla- og veiru­­fræði­­deildina frá því að far­aldurinn hófst. Starfs­­menn hafa þurft að fresta sumar­fríum sínum eða breyta þeim til þess að anna sýnatökum.

Nú­verandi af­­köst deildarinnar er miðuð við tvö þúsund sýni á dag. Meðal­­fjöldi síðustu daga hefur verið tvö þúsund og fimm hundruð sýni og síðast­liðna tvo daga hafa sýni farið yfir þrjú þúsund á dag.

Karl þakkar starfs­­fólki sínu fyrir því að þetta hafi gengið upp. „Þetta hefur gengið með ó­­­trú­­legum dugnaði og út­­sjónar­­semi starfs­manna okkar. Hins vegar getur þetta ekki gengið svona á­­fram og er því við erum því þakk­lát boði ís­­lenskrar erfða­­greiningar um að­­stoð,“ sagði Karl á fundinum í dag.