Í októ­ber síðast­liðnum seldust 37,8% í­búða í fjöl­býli á höfuð­borgar­svæðinu yfir á­settu verði og hefur hlut­fallið aldrei mælst jafn hátt áður.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun (HMS) en mánaðar­skýrsla stofnunarinnar, þar sem fjallað er um öll helstu tíðindi um fast­eigna­markaðinn á Ís­landi, kemur út í dag.

Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að þó að­eins hafi dregið úr hlut­falli sér­býla sem selst yfir á­settu verði frá því í sumar er það hærra en fyrir í­búðir í fjöl­býli, eða 38,8% og hækkar það lítil­lega á milli mánaða. Þá er vakin at­hygli á því að hlut­fall í­búða í fjöl­býli á lands­byggðinni, sem selst yfir á­settu verði, hefur hækkað hratt undan­farna mánuði. Það var 19,0% í októ­ber saman­borið við 15,0% í ágúst og 7,4% í janúar. Í októ­ber síðast­liðnum seldust 21,9% sér­býla á lands­byggðinni yfir á­settu verði.

Í skýrslunni kemur fram að á höfuð­borgar­svæðinu virðist sér­stak­lega vera bitist um litlar og ó­dýrar eignir.

„Al­gengast er að minni í­búðir, 0-2 her­bergja, seljist yfir á­settu verði en hlut­fallið var ríf­lega 40% í októ­ber. Þá seldust 8,7% allra í­búða og nærri 11% minni í­búða á yfir 5% meira en á­sett verð sem er mun meira en hefur áður tíðkast.“

Í skýrslu HMS kemur fram að fram­boð eftir minni og ó­dýrari í­búðum hafi dregist hraðar saman en fram­boð annarra í­búða. Nú séu um 17,5% allra í­búða til sölu minni í­búðir, það er 0-2 her­bergja, en hlut­fallið var nærri 29% í lok janúar. Þá eru að­eins níu 0-1 her­bergja í­búðir til sölu á höfuð­borgar­svæðinu öllu en þær voru yfir hundrað talsins í byrjun árs 2020.

Þá var meðal­sölu­tími í­búða á höfuð­borgar­svæðinu tæp­lega 37 dagar á í­búðum sem seldust í októ­ber og hefur hann aldrei mælst styttri. Þar af tók að jafnaði tæp­lega 35 daga að selja í­búðir í fjöl­býli en rúma 43 daga að selja sér­býli. Á lands­byggðinni var meðal­sölu­tíminn 62 dagar þar sem hann var 52 dagar í ná­granna­sveitar­fé­lögum höfuð­borgar­svæðisins og 75 dagar annars staðar á lands­byggðinni.