Þrátt fyrir að síðasta ár hafi einkennst af ákveðinni óvissu á bílaiðnaði hélt Hyundai Motor áfram að bæta stöðu sína um alla Evrópu. Á heimsvísu seldi Hyundai 3,94 milljónir bíla sem var aukning um 1,4% frá 2021 og var salan, eins og í Evrópu, að mestu drifin áfram af eftirspurn eftir rafbílum, þar sem rafbílar Hyundai eru þeir þriðju mest seldu í álfunni.

Eins og annars staðar í Evrópu var mikil eftirspurn eftir Hyundai hér á landi á liðnu ári og voru yfir 1.400 bílar nýskráðir árinu, rúmlega 24% fleiri en 2021. Var Hyundai þriðji mest seldi bíllinn hér á landi 2022 með 8,5% markaðshlutdeild og nam sala merkisins tæpum þriðjungi heildarsölu BL á árinu þar sem Tucson, Ioniq 5 og I20 voru vinsælastir. Alls seldi Hyundai á Íslandi 353 rafbíla á síðasta ári, 111 fleiri en 2021 þrátt fyrir miklar tafir á afhendingum, en fyrir árslok voru um 400 rafbílar forpantaðir og verða þeir afhentir á næstu mánuðum.

Á þessu ári mun Hyundai Motor kynna nokkrar nýjar útgáfur nýrra bíla, þar á meðal alveg nýja útgáfu Hyundai Kona Electric, ICE, HEV og N Line til að mæta mismundandi þörfum viðskiptavina sinna sem búa við fjölbreyttar aðtæður og misþróaða inniviði, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Að auki er gert ráð fyrir að sportútgáfan IONIQ 5 N komi á markað á árinu og verður rafbíllinn jafnframt sá fyrsti í N-deild Hyundai. Á Íslandi verður m.a. Ioniq 6 kynntur í byrjun sumars, þar á meðal með fjórhjóladrifi.