Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, segir ekki boð­legt að ganga fram með þeim hætti að launa­fólki sé beðið að sýna hóf­semd í kröfum um bætt kjör á meðan launa­hækkanir á­kveðinna for­stjóra nemi hálfum til tvennum lág­marks­launum.

Þetta kom fram í ræðu hennar á flokks­ráðs­fundi á Ísa­firði fyrr í dag.

„Þá er mikil­vægt að tala ekki niður kröfur launa­fólks um bætt kaup og kjör og kalla eftir á­byrgð um leið og launa­hæstu for­stjórar landsins, sem hafa marg­föld mánaðar­laun venju­legs fólks, fá launa­hækkanir sem einar nema kannski hundruð þúsunda á mánuði á­samt mögu­legum kaup­réttum og háum arð­greiðslum til eig­enda fyrir­tækjanna í landinu,“ sagði Katrín.

Hún tók dæmi um for­stjóra tveggja stærstu fyrir­tækjanna á dag­vöru­markaði, „sem höfðu í fyrra mánaðar­laun sem nema 15-16 földum lág­marks­launum á vinnu­markaði (5,4-5,6 milljónum) og launa­hækkun ársins nam ein og sér einum og hálfum til tvennum lág­marks­launum (480-740 þúsund).“

Hún sagði það ekki boð­legt að ganga fram með þessum hætti. „Heldur hljótum við öll að gera þá kröfu um að at­vinnu­rek­endur sýni hóf­semd í eigin kjörum og tali af á­byrgð,“ sagði Katrín.

„Ég hef fulla trú á því að þessir aðilar [full­trúar launa­fólks og at­vinnu­rek­enda] nái góðum samningum í vetur fyrir ís­lenskt sam­fé­lag og al­menning allan.“

Katrín benti á að Ís­land hafi í áranna rásverið meðal allra fremstu OECD-ríkja þegar kemur að tekju­ó­jöfnuði. „Við ætlum ekki að glata þeirri stöðu því við vitum að aukinn jöfnuður skilar