Sema Erla Serdar, for­maður hjálpar­sam­takanna Solaris, segir að mál Kehdr fjöl­skyldunnar hljóti að kalla á al­gjöra endur­skoðun á því hvernig tekið sé á móti fólki á flótta hér á landi.

Til stóð að vísa fjöl­­­skyldunni úr landi í síðustu viku en nú, rúmri viku eftir að fjöl­­­skyldan fór í felur, er hún komin með dvalar­­­leyfi. Magnús sagði í gær þegar tíðindin bárust að um væri að ræða sigur fyrir ís­­lenskt sam­­fé­lag.

Þá sagði hann frá því í morgun að rök kæru­nefndar Út­lendinga­stofnunar fyrir því að veita fjöl­skyldunni land­vistar­leyfi hafi verið þau að dóttir hjónanna ætti á hættu að verða fyrir kyn­færa­li­m­lestingum. Ekki hafi verið fjallað um það áður.

Í sam­tali við Frétta­blaðið segir Sema að fréttir af land­vistar­leyfi fjöl­skyldunnar séu frá­bærar. Hún viður­kennir að hún sé í spennu­falli.

„Því ég skal alveg viður­kenna það að maður var farinn að óttast það að þessum börnum yrði vísað úr landi og þar af leiðandi aftur á flótta og út í mikla ó­vissu og ótta. Þannig maður er fyrst og fremst mjög hamingju­samur með þessa niður­stöðu fyrir þeirra hönd,“ segir Sema.

Hún segir að nú muni sam­tökin að­stoða fjöl­skylduna og meðal annars veita krökkunum við­eig­andi að­stoð, enda hljóti síðustu dagar að hafa tekið mikið á.

„Maður hefur á­hyggjur af þeirra heilsu­fari. Hver skaðinn er af því sem hefur gengið á, því þó að þau hafi verið í felum við bestu mögu­legu að­stæður að þá voru þau samt í felum.

Þau hafa verið í felum núna í meira en viku, auð­vitað fyrst og fremst vegna kerfis­bundins of­beldis ís­lenskra stjórn­valda á börnum á flótta og þetta skilur eftir sig ör, alveg sama hverjar að­stæðurnar eru. “

Gera al­var­legar at­huga­semdir við með­ferð á per­sónu­upp­lýsingum

Sema segir að sam­tökin geri jafn­framt al­var­legar at­huga­semdir við með­ferð Út­lendinga­stofnunar og miðlunar á per­sónu­upp­lýsingum hinnar tíu ára gömlu dóttur Kehdr hjónanna.

„Við í Solaris til­kynntum Út­lendinga­stofnun í gær til Per­sónu­verndar, til Um­boðs­manns Al­þingis, til Um­boðs­manns barna vegna miðlunar þeirra á upp­lýsingum sem varðar ein­stak­lingana í þessu máli og þá sér­stak­lega hjá tíu ára barni. Við gerum al­var­legar at­huga­semdir við það og förum fram á að þessir aðilar hefji rann­sókn á þessu þar sem við teljum að þetta stangist á við lög,“ segir Sema.

„Þetta bæði varðar starfs­mann sem fór í Kast­ljós og um­mæli hans þar um per­sónu­leg mál­efni þeirra og þessar tvær yfir­lýsingar sem birtast á heima­síðu Út­lendinga­stofnunar eins og ein­hverjar blogg­færslur, um mjög per­sónu­leg mál­efni barns og til­raun til að kenna tíu ára stúlku­barni um hvað hafi ekki verið gert í ferlinu þegar hags­munir hennar eru metnir.“

Að­spurð segist Sema ekki trúa öðru en að mál fjöl­skyldunnar hljóti að kalla á alls­herjar endur­skoðun á því hvernig tekið er á móti fólki á flótta hér á landi.

„Ég trúi bara ekki öðru en að við sem sam­fé­lag krefjumst þess hrein­lega að það verði farið í al­gjöra endur­skoðun á því hvernig við erum að taka á móti fólki á flótta og hvernig við erum að meta að­stæður þeirra og þá sér­stak­lega hvernig þetta hags­muna­mat fer fram hjá börnum. Því þetta er eitt mál af svo rosa­lega mörgum.

etta eru orðin svo mörg mál að þetta er orðið mjög þreytandi, að horfa upp á ís­lensk stjórn­völd fara svona með börn. Þetta snýst oft um líf og dauða, nei þetta snýst um ör­væntingu, þetta snýst um að veita börnum skjól og vernd,“ segir Sema.

„Miðað við hvernig maður hefur upp­lifað reiðina í sam­fé­laginu að þá trúi ég ekki öðru en að við munum fara fram á sem sam­fé­lag að þetta verði endur­skoðað. Vegna þess að Eins og til dæmis í þessu máli, þetta mál er mjög sterkt dæmi um það hvernig hags­munir barna virðast ekki vera í for­gangi þegar kemur að um­sóknum um vernd, þrátt fyrir barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna, barna­lög, lög um út­lendinga og í­trekaðar yfir­lýsingar ráða­manna þar um.“