James Camp­bell, fyrr­verandi spjót­kastari, lét sér ekki leiðast á mið­viku­dag þó hann væri fastur heima hjá sér. Eins og svo margir hefur Camp­bell þurft að vera í sótt­kví vegna kórónu­veirufar­aldursins.

Camp­bell gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt mara­þon, 42,2 kíló­metra, í garðinum við heimili sitt. Eins og með­fylgjandi myndir bera með sér er garðurinn ekki ýkja stór og þurfti hann að hlaupa um það bil sjö þúsund ferðir til að ná mark­miði sínu.

Camp­bell sagði frá því á Twitter að hann myndi hlaupa mara­þon ef færslu hans yrði deilt tíu þúsund sinnum. Þegar það náðist stóð Camp­bell við stóru orðin og kláraði hann hlaupið á rúmum fimm klukku­stundum.

Þess má geta að Camp­bell tókst að safna 18.000 pundum, 3,2 milljónum króna, og mun upp­hæðin renna ó­skert til breskra heil­brigðis­yfir­valda og bar­áttunnar gegn Co­vid-19.

Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images