Örvar Steingrímsson úr hlaupahóp HK, kom fyrstur i mark í Salomon Trail Hengill Ultra 100km í dag.

Örvar hljóp á tímanum 12:47:31 sem er óstaðfestur tími og óstaðfest brautarmet.

Að sögn skipuleggjanda mótsins hefur keppnin gengið stórvel og hraðinn er mikill í brautinni.

Mótstjórn gerði ráð fyrir því að fyrsti maður kæmi í mark milli klukkan 10:30 og 11:00 sem væri nýtt brautarmet og virðist Örvar hafa náð því.

Allir keppendur í 100 kílómetrum eru farnir í gegnum fyrsta hringinn og farnir af stað aftur. Einn keppandi hætti eftir fyrsta hring í nótt en annars eru allir keppendur í góðu standi.

Hægt er að fylgjast með öllum keppendum í brautinni hér.