Steypu­stöðin kynnti á dögunum fyrsta raf­knúna steypu­bílinn og tvinn­dælu á Ís­landi.

Í til­kynningu frá Steypu­stöðinni segir að fyrir­tækið hafi gengið frá samningi við stærsta steypu­dælu- og bíla­fram­leiðanda heim, Putz­meister, um fyrsta raf­magns­knúna steypu­bílinn. Þá er bif­reiðin einnig fyrst sinnar tegundar frá fram­leiðandanum á heims­vísu.

Um er að ræða raf­magns­bíl sem er 100 prósent raf­knúinn mengar því ekki við akstur eða losun steypunnar á verk­stað segir í til­kynningu frá Steypu­stöðinni

„Það er ó­trú­lega gaman að ganga frá þessum samningi. það er mikill heiður að Ís­land fái fyrsta raf­magns­knúna steypu­bílinn frá Putz­meister og það er á­kveðinn viður­kenning fyrir ís­lenska steypu­markaðinn að fá þetta traust og ryðja þannig brautina í heiminum fyrir um­hverfis­væna steypu­flutninga,“ segir Björn Ingi Victors­son, for­stjóri Steypu­stöðvarinnar.

Þá segir einnig að fyrir­tækið hafi fest kaup á Hybrid steypu­dælu sem mun dæla steypu á bygginga­svæðum með afar lágri kol­efnislosun.

Hljóð­mengun úr sögunni

Í til­kynningunni kemur einnig fram að hljóð­mengun frá dísil­knúnum vélum í fram­kvæmdum er oft á tíðum mikil truflun fyrir íbúa á staðnum en að raf­magns­steypu­bílinn sé afar hljóð­látur og veldur lítilli hljóð­mengun.

„Hljóð­mengun er mikið vanda­mál þegar verið er að steypa í dag með til­komu þéttingu byggðar. Vélin í þessum raf­magns­steypu­bíl er ein­stak­lega hljóð­lát og ná­grannar á svæðinu geta svo sannar­lega sofið út þó að verið sé að steypa“ segir Björn.

Til­kynningu Steypu­stöðvarinnar má lesa í heild sinni hér.