Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn munu bjóða hunda velkomna í garðinn í ágúst á miðvikudagskvöldum frá fimm til átta.

Hundar sem heimsækja garðinn þurfa að vera í fylgd fullorðins einstaklings, vera fullfrískir, bólusettir, ormahreinsaðir og í stuttum taumi. Tíkur á lóðaríi eru ekki leyfðar. Einnig er farið fram á að hundarnir séu vanir umgengni við aðra hunda.

Hundar þurfa einnig að vera skráðir hjá island.is og þurfa að bera merkingu síns sveitarfélags á hálsól.

Almennt eru gæludýr ekki leyfð í garðinum en með þessu gefst áhugasömum hundum tækifæri á að kynnast þeim dýrakosti sem þar leynist.