Hlé hefur verið gert á hreinsunarstörfum og viðgerðum á Seyðisfirði, eftir skriðuföll síðustu daga, vegna óhagstæðrar veðurspár og jólahátíðar.

Að sögn almannavarna hefur gengið vel að tryggja brak og lausamuni í dag en unnið var að því að styrkja hús sem urðu fyrir skriðum og fjarlægja eða fergja brak og lausamuni.

Hluti íbúa í Seyðisfirði hefur snúið aftur heim en aðrir sem kusu að halda jólin annars staðar eða geta ekki snúið aftur heim vegna rýmingar hafa fengið aðstoð við að finna húsnæði þar til óhætt verður að snúa aftur.

Fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að þar til hreinsunarstarf hefst á ný verði tíminn nýttur til þess að skipuleggja næstu skref.

Þá verði vel fylgst með því hvernig skriðusvæðið bregst við hlýnun í veðri næstu daga og verður staðan metin um leið og aftur kólnar og aðstæður verða hagstæðari. Ákvörðun um stöðu rýmingar verður tekin 27. desember.

Tjónið í kringum milljarð króna

Hátt í þrjá­tíu tjón hafa verið til­­kynnt til Náttúru­ham­fara­­tryggingar Ís­lands vegna aur­skriðanna á Seyðis­­firði. Stofnunin hefur gert gróft mat á heildar­kostnaði vegna tjónsins og telur það vera í kringum einn milljarð króna.