Mistök voru gerð á þingfundi rétt í þessu, þegar þingmenn voru að draga um sætaskipan í þingsal.

Venju samkvæmt draga þingmenn númeraðar kúlur úr trékassa og ræður drátturinn því hvaða þingmenn sitja hlið við hlið í þingsal.

Fyrst draga formenn flokka, þá formenn þingflokka en þeir fá sæti sem þægilegt er að standa upp úr vegna anna sinna í þinginu.

Birgir gerði hlé á þingfundinum.
Fréttablaðið/Ernir

Þegar drætti þeirra var lokið, hófst dráttur óbreyttra þingmanna.

Þá varð einhver ruglingur á kössum sem draga átti úr og númeruðu kúlurnar komnar á flakk milli kassa.

Hinn nýi forseti þings, Birgir Ármannsson, gerði hlé á þingfundi til að sortera megi flokkunarkúlurnar og hefja leikinn að nýju. Ætlar hann nú sjálfur að sjá um draga um sætaskipan.

Hér má fylgjast með drættinum:

Vegna sóttvarna dró Birgir um öll sæti. Klúðrið fólst í rugli á sætapottunum þremur, potti fyrir formenn, þingflokksformenn og óbreytta þingmenn.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var þó ekki þingforseta sjálfum um að kenna heldur, starfsmanni þingsins sem rétti honum rangan kassa.