Lög­reglan á Norður­landi eystra stöðvaði í gær öku­mann á 155 kíló­metra hraða þar sem há­marks­hraði var 90 kíló­metrar á klukku­stund. Öku­maðurinn var sviptur öku­réttindum á staðnum og hlaut 210 þúsund króna sekt fyrir brotið. Lög­reglan á Norður­landi greindi frá þessu í færslu á Face­book síðu sinni í gær­kvöldi.

Dapur­legt að öku­menn aki yfir há­marks­hraða

„Það er í raun dapur­legt að sumir öku­menn "þurfi" að aka um vegi landsins á jafn­vel 65 km yfir leyfi­legum há­marks­hraða,“ segir lög­regla í færslunni. Veður­skil­yrði voru ekki með besta máta í gær­kvöldi að sögn lög­reglu, sem vonar að um­ræddur öku­maður muni hugsa sinn gang áður en hann sest aftur á bak við stýri.

Lög­regla tekur þó sér­stak­lega fram að lang­flestir aki af á­byrgð, gætni og til­lit­semi, og séu öðrum góð fyrir­mynd. Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.