Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, utan­ríkis­ráð­herra, segir Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, hafa verið nokkuð skýran um yfirvofandi ráð­herra­breytingar hjá dómsmálaráðuneytinu, allt frá því nú­verandi ríkis­stjórn hafi tekið við.

„Það er hans að kynna það þegar að því kemur, en sá tíma­punktur er ekki upp­runninn. Þangað til þá ber Jón Gunnars­son mikla á­byrgð á stórum og flóknum við­kvæmum mála­flokkum sem mér finnst hann gera vel,“ segir Þór­dís, og bætir við að þegar þær breytingar muni eiga sér stað hlakki henni til sam­starfs við Guð­rúnu Haf­steins­dóttur.