Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa verið nokkuð skýran um yfirvofandi ráðherrabreytingar hjá dómsmálaráðuneytinu, allt frá því núverandi ríkisstjórn hafi tekið við.
„Það er hans að kynna það þegar að því kemur, en sá tímapunktur er ekki upprunninn. Þangað til þá ber Jón Gunnarsson mikla ábyrgð á stórum og flóknum viðkvæmum málaflokkum sem mér finnst hann gera vel,“ segir Þórdís, og bætir við að þegar þær breytingar muni eiga sér stað hlakki henni til samstarfs við Guðrúnu Hafsteinsdóttur.