Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur breska eðlisfræðingsins Stephen Hawking hefur verið sökuð um vanrækslu í störfum sínum fyrir eðlisfræðinginn, að því er fram kemur á vef BBC. Hawking lést í fyrra og hafði verið bundinn í hjólastól vegna blandaðrar hreyfitaugahrörnunar um árabil og er einn þekktasti vísindamaður samtímans.

Hjúkrunarfræðingurinn, Patricia Dowdy, vann fyrir vísindamanninn í 15 ár en var rekin úr starfi árið 2016 en í umfjöllun BBC kemur fram að meint vanræksla hafi átt sér stað á heimili Hawking í Cambridge. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað er átt við.

Samtök hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra fara nú yfir mál Dowdy og er búist við að málaferlum ljúki þann 21. mars næstkomandi. Dowdy segist vera miður sín yfir málinu og vildi ekki tjá sig við breska götublaðið Daily Mailþegar eftir því var leitað.