Margr­ét Héð­ins­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og verk­efn­a­stjór­i á skrif­stof­u fram­kvæmd­a­stjór­a hjúkr­un­ar hjá Heils­u­gæsl­u höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hef­ur þjálf­að meir­a en 80 hjúkr­un­ar­fræð­ing­a við að bland­a og drag­a upp ból­u­efn­i. Til þess að ból­u­setn­ing­in gang­i rétt fyr­ir sig þurf­a all­ir að vinn­a eins og kunn­a rétt­ar að­ferð­ir við fram­kvæmd­in­a.

Á þriðj­u­dag­inn var stór dag­ur í ból­u­setn­ing­um og lýs­ir hún deg­in­um svon­a:

„Það bíða 1428 hett­u­glös í ís­skápn­um. Við mæt­um tvö kl. 6:30 (ég og tækn­i­mað­ur). Ég fer að drag­a upp salt­vatn, tækn­i­mað­ur­inn að ræsa upp kerf­in og prent­a út fylg­i­seðl­a sem fylgj­a ból­u­efn­in­u. Smám sam­an týn­ast hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar inn þeg­ar þeir kom­ast frá börn­um og fjöl­skyld­um og kl. 8 erum við 40 á Suð­ur­lands­braut­inn­i að bland­a. Við þurf­um að gera ná­kvæm­a logg­skrá yfir alla tím­a­punkt­a í með­ferð efn­is­ins. Klukk­an hvað það er tek­ið úr kæli, klukk­an hvað það er bland­að, fyr­ir klukk­an hvað þarf að nota efn­ið og klukk­an hvað það er gef­ið. Þurf­um að geta gef­ið þess­ar tím­a­setn­ing­ar upp fyr­ir hverj­a spraut­u.“

Blönd­un ból­u­efn­ann­a krefst mik­ill­ar vinn­u.
Fréttablaðið/Anton Brink

Margr­ét seg­ir vinn­un­a reyn­a á lík­am­ann.

„Eftir dag­inn eru all­ir að drep­ast í bak­in­u og vöðv­ar sem mað­ur viss­i varl­a að mað­ur hefð­i und­ir herð­a­blað­in­u loga á flest­um sem eru í blönd­un­inn­i en það horf­ir til betr­i veg­ar því sjúkr­a­þjálf­ar­a­nem­ar ætla að koma til okk­ar og gefa okk­ur nudd og góð ráð til að þola þett­a. Eitt sím­tal við kenn­ar­a í deild­inn­i og þau koma með bros á vör og að­stoð­a okk­ur. Hefð­um bara átt að hringj­a fyrr.“

Svon­a hafi flest­ir dag­ar ver­ið frá því að heims­far­ald­ur­inn brast á snemm­a á síð­ast­a ári. Fyrst var það net­spjall­ið á Heils­u­ver­u þar sem unn­ið var frá átta til tíu alla daga án frí­dags í sex vik­ur, uns búið var að mann­a það. Næst var það skip­u­lagn­ing land­a­mær­a­skim­un­ar og þjálf­a fólk í að taka sýni þar.

Þar á eft­ir tók við vinn­a við skip­u­lagn­ing­u seinn­i sýn­a­tök­unn­ar, flutn­ing­ur ein­kenn­a­sýn­a­tök­u á Suð­ur­lands­braut og nú eru það ból­u­setn­ing­arn­ar. Þett­a sé mik­il vinn­a sem sé í sí­felldr­i end­ur­skoð­un til að tryggj­a að allt gang­i smurt fyr­ir sig.

Þús­und­ir hafa ver­ið ból­u­sett­ir í Laug­ar­dals­höll dag­leg­a und­an­farn­a daga.
Fréttablaðið/Ernir

„Ég er hepp­in, ég get þett­a. Ég er hraust, börn­in flog­in úr hreiðr­in­u og eig­in­mað­ur­inn hætt­ur að vinn­a. Ég hef ekki gert neitt ann­að allt þett­a ár en að vinn­a að skip­u­lagn­ing­u og fram­kvæmd sem teng­ist far­aldr­in­um,“ seg­ir Margr­ét.

Hún fékk tveggj­a vikn­a sum­ar­frí í sept­em­ber, svo skall á önn­ur bylgj­a far­ald­urs­ins hér á land­i. Margr­ét fór því fyrr aft­ur til vinn­u en hún hafð­i gert ráð fyr­ir. „Börn­in mín grín­ast með að ég get bætt því á fer­il­skrán­a að vera orð­inn sér­fræð­ing­ur í mann­leg­um fær­i­bönd­um,“ seg­ir hún.

Guðn­i Th. Jóh­ann­es­son, for­set­i Ís­lands, var ból­u­sett­ur með ból­u­efn­i AstraZ­en­e­ca í vik­unn­i.
Fréttablaðið/Ernir

Þrjár ástæður fyrir því að fólk leggur svo hart að sér

Margr­ét seg­ir þrjár á­stæð­ur fyr­ir því að hún og aðr­ir heil­brigð­is­starfs­menn séu reið­u­bún­ir til að leggj­a jafn hart að sér og raun ber vitn­i. Heils­u­gæsl­a höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi stað­ið sig frá­bær­leg­a og sinnt starfs­fólk­i vel. Nán­ast all­ir sem þau þjón­ust­a hrós­a starfs­fólk­i fyr­ir vel unn­in störf, hvort sem um er að ræða á net­spjall­in­u, í sýn­a­tök­um eða ból­u­setn­ing­u.

Marg­ir taki sér tíma til að send­a starfs­fólk­i hrós­yrð­i, gefa gjaf­ir og einn var svo á­nægð­ur eft­ir ból­u­setn­ing­u að hann gaf Margr­ét­i blóm dag­inn eft­ir. Sá var hrædd­ur við nál­ar og veitt­i hún hon­um að­stoð við að sigr­ast á ótta sín­um og þiggj­a ból­u­setn­ing­u. Að lok­um hafi rík­is­stjórn­in lát­ið sér­fræð­ing­a leið­a bar­átt­un­a gegn far­aldr­in­um og tek­ið skyn­sam­ar á­kvarð­an­ir sem hafi auð­veld­að vinn­un­a.

Lang­ar rað­ir hafa mynd­ast fyr­ir utan Laug­ar­dals­höll­in­a þar sem Heils­u­gæsl­a höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er með ból­u­setn­ing­ar.
Fréttablaðið/Ernir