Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu rann­sakar mann­dráp sem átti sér stað á Land­spítalanum fyrr í mánuðinum. Lög­reglan sendi frá sér til­kynningu í morgun að kona á sex­tugs­aldri hafi látist og er talið að and­látið hafi borið að með sak­næmum hætti.

Margeir Sveins­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn mið­lægrar rann­sóknar­deildar vildi ekki gefa upp hvort málið væri rann­sakað sem mann­dráp af gá­leysi eða á­setningi.

Fram kemur í til­kynningu Land­spítalans að ó­vænt and­lát sjúk­lings á spítalanum hafi átt sér stað. Málið sé til rann­sóknar og að hvorki starfs­menn né stjórn­endur muni tjá sig um málið né stað­festa upp­lýsingar, á meðan það er til með­ferðar hjá þar til bærum yfir­völdum.

Á vefvísi kemur fram að fréttastofa hafi heimildir fyrir því að konan sem lést hafi verið sjúk­lingur á geð­deild Land­spítalans við Hring­braut og að konan sem sæti í gæslu­varð­haldi væri starfs­maður deildarinnar. Þá hafi sú látna kafnað eftir að þvingað var ofan í hana mat með þeim afleiðingum að hún kafnaði.