Hjúkrunar­fræðingar og ljós­mæður mega nú á­vísa hormóna­lyfjum til getnaðar­varna. Reglu­gerð ráð­herra um breytinguna var sett síðasta sumar en tók gildi núna um ára­mótin. Hingað til hafa að­eins læknar mátt á­vísa slíkum lyfjum.

Sam­kvæmt reglu­gerð geta hjúkrunar­fræðingar sem lokið hafa fram­halds­námi og ljós­mæður sem lokið hafa kandídats­námi eða meistara­námi geta sótt um leyfi til á­vísunar slíkra lyfja. Þau þurfa þó að sækja um leyfi til land­læknis áður en þau geta byrjað að ávísa.

Mark­miðið með breytingunni er að auka að­gengi að getnaðar­vörnum og stuðla þannig að auknu kyn­heil­brigði fólks.

Tilkynning á vef embættis landlæknis.