Þátttakendur í átakinu Hjólað í vinnuna fóru 371.268 kílómetra gangandi, hjólandi og hlaupandi til og frá vinnu í ár, það jafngildir rúmlega 277 hringjum í kringum Ísland.

Átakið var haldið í tuttugasta sinn og stóð yfir dagana 4. til 24. maí. Íþrótta- og Ólympíusambandið stendur fyrir átakinu til að vekja athygli á heilsusamlegum ferðamáta.

5.319 þátttakendur voru í Hjólað í vinnuna í ár. Langflestir þeirra hjóluðu í vinnuna, eða 88 prósent.