Innlent

Hjól­reiða­maður slasaðist á jóla­tréi við Lækja­torg

Hjólreiðamaður keyrði um koll á jólatréi á Lækjartorgi í miðborg Reykjavíkur.

Vitni telja að hjólreiðarmaðurinn hafi keyrt á festingar trésins og fallið við það. Fréttablaðið/ GVA

Hjólreiðamaður slasaðist við fall á Lækjartorgi í kvöld. Lögreglu- og sjúkrabíll voru sendir á vettvang, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hjólaði maðurinn á vír sem festir niður jólatré sem er á torginu. Síðan hafa vírarnir verið merktir öryggisborðum.

Stuttu fyrir sjö í kvöld var lögreglubíll og sjúkrabíll sendur til aðstoðar mannsins. Vitni segja að maðurinn hafi ekki virst mikið slasaður, en hann hafi gefið þess merki að hann hafi fallið um vírafestingarnar við tréð.

Skömmu eftir hálf átta í kvöld var maður á vinnubíl kominn á torgið til þess að merkja vírana með öryggisborða.

Stuttu eftir slysið var maður kominn til að merkja vírana. Mynd/ Aðsend

Fyrr í dag var umdeildasti jólaköttur landsins fjarlægður af Lækjartorgi, en staðsetning kattarins hefur að öllum líkindum valdið því að óþarfi hafi verið að merkja vírana sérstaklega, þar til nú.

Ekki hefur tekist að ná í fulltrúa lögreglu til að staðfesta frásögn vitna eða kanna ástand mannsins frekar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fangelsismál

Slagsmál á Litla-hrauni tilkynnt til lögreglu í dag

Innlent

Sekt fyrir að virða ekki lokanir við Hrafns­eyrar­heiði

Innlent

„Enginn skilinn eftir“ á alþjóðlega Downs-deginum

Auglýsing

Nýjast

Þriggja daga þjóðar­sorg: Allt að 200 látin

FBI tekur nú þátt í að rannsaka Boeing 737 MAX

Brexit mögulega frestað til 30. júní

Efling kallar eftir því að bílstjórar standi saman óháð félagi

Sögð tengjast rann­­sókn CIA á barna­­níðs­efni í svika­­pósti

Fresta falli sements­strompsins vegna veðurs

Auglýsing