Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að loka hjólhýsasvæðinu við Laugarvatn innan tveggja ára. Hjólhýsasvæðið á sér hátt í 50 ára sögu. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, segir að ákvörðunin sé tekin þar sem brunavörnum er verulega ábótavant.

„Við sáum fram á að þurfa að leggja út mikinn kostnað til að uppfylla allar kröfur og staðla, það er varla réttlætanlegt að nota skattfé til þess,“ segir Helgi.

Hann segir að undanfarinn hafi verið nokkur. „Þegar ákvörðunin er tekin þá er það högg. Ég skil vel fólk sem er búið að vera þarna í rúm 40 ár og hefur komið sér vel fyrir. Þetta var ekki einföld ákvörðun.“