Hjóla­hvíslarinn Bjart­mar Leós­son vekur at­hygli á nýjasta fundi sínum á Face­book nú í kvöld en Bjart­mar fann tugi hjóla sem komið hefur verið fyrir, fyrir utan gisti­skýlin svo­kölluðu á Granda. Hann hvetur al­menning til að deila færslunni til að vekja at­hygli á málinu.

Ó­hætt er að segja að sann­kallaður reið­hjólafar­aldur hafi geysað í Reykja­vík undan­farna mánuði. Á nokkrum mánuðum hefur Bjart­mar Leós­son raunar fundið á annan tug stolinn ahjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur.

„Þetta er nýjasta tísku­varan hjá þjófunum,“ segir Bjart­mar í sam­tali við Frétta­blaðið en hann segist hafa fengið á­bendingu hjá ó­nefndum heimildar­manni sínum um að tölu­vert magn af stolnum hjólum mætti finna úti á Granda. Það hafi reynst rétt þegar á hólminn var komið.

Á myndum Bjart­mars má meðal annars sjá að hjólin hafi verið skorin af nokkrum hjólum. Bjart­mar segist ekki alveg átta sig á málinu en svo virðist vera sem um sé að ræða geymslu­stað fyrir stolin hjól.

„Ég átta mig ekki alveg á þessu. Af hverju að skera þetta? Eru þeir með ein­hvern díl við aðila er­lendis sem vilja fá parta úr þessum hjólum?“ spyr Bjart­mar sig. Hann segist hvetja alla til að deila færslunni og kalla þannig eftir frekari við­brögðum frá lög­reglunni sem og Reykja­víkur­borg.

Fréttablaðið/Skjáskot
Mynd/Bjartmar
Mynd/Bjartmar
Mynd/Bjartmar