Bráðaþjónustu hjartagáttar verður lokað og flutt aftur á bráðamóttökuna líkt og var gert í sumar. Þetta kemur fram í vikulegum pistli Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans. 

Hann segir að vegna skorts á fagfólki, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum, verði ekki hægt að halda óbreyttri starfsemi hjartagátta opinni og flytur hún því frá og með 1. desember á bráðamóttökuna. Samhliða því verður hjartadeildin efld og dagdeildarstarf á hjartagáttinni.

Í pistli sínum fjallar hann einnig um samning sem undirritaður var í síðustu viku um lokahönnun nýs rannsóknarhúss við nýja Landspítalann og að í dag verður fyrsta skóflustungan tekin að meðferðarkjarnanum sem einnig mun rísa þar.

Sjá einnig: Nýr með­ferðar­kjarni við nýjan Land­spítala og Nýtt rann­sóknar­hús verður hjarta nýs Land­spítala

Pistillinn er hægt að lesa hér í heild sinni.