Vax­­and­­i fjöld­­i Co­v­id-smit­­a hef­­ur gert það að verk­­um að frest­­a hef­­ur þurft hjart­­a­­að­­gerð­­um, sem flokk­­að­­ar eru sem hálf­­bráð­­a­­að­­gerð­­ir, vegn­­a þess að gjör­­gæsl­­u­­rým­­i á spít­­al­­an­­um eru ekki nógu mörg til að anna því mikl­a á­lag­i sem fjórð­a bylgj­a far­ald­urs­ins veld­ur.

Þett­a seg­ir Tóm­as Guð­bjarts­son, yf­ir­lækn­ir á Land­spít­al­an­um og próf­ess­or við lækn­a­deild Há­skól­a Ís­lands, í sam­tal­i við Vísi.

Nú eru 1.304 í ein­angr­un vegn­a Co­vid-smit­a og hef­ur tal­an aldr­ei ver­ið hærr­i. Færr­i hafa þó þurft inn­lögn vegn­a þess en í fyrr­i bylgj­um, ein­ung­is 24 af þeim sem eru smit­að­ir.

Tóm­as Guð­bjarts­son, yf­ir­lækn­ir á Land­spít­al­an­um.

Tóm­as seg­ir að hér á land­i séu færr­i gjör­gæsl­u­rúm á hverj­a hundr­að þús­und íbúa en í ná­grann­a­lönd­um. Þett­a hafi leg­ið fyr­ir leng­i og þeim var síð­an fækk­að í byrj­un sum­ars úr þrett­án í tíu sem geri róð­ur­inn enn þyngr­i. Hann seg­ir að einn sjúk­ling­ur með Co­vid þurf­i meir­i um­önn­un en aðr­ir sjúk­ling­ar.

Á­stand­ið sé orð­ið þann­ig að starfs­fólk spít­al­ans sé orð­ið þreytt og far­ald­ur­inn hafi á­hrif á alla starf­sem­i hans. Hjart­a­sjúk­ling­ar sem þurf­a að leggj­ast und­ir hníf­inn, en eru ekki í bráðr­i lífs­hætt­u, hafa þurft að bíða eft­ir að kom­ast í að­gerð vegn­a á­stands­ins. Hann seg­ir slík­a bið ó­æsk­i­leg­a.