Hjalla­stefnunni var í gær á fundi borgar­ráðs var veitt vil­yrði um út­hlutun lóðar við Öskju­hlíð sem leigð verður undir skóla Hjalla­stefnunnar. Um er að ræða tæp­lega 6000 fer­metra lóð á­samt 1950 fer­metra byggingar­rétti fyrir skóla.

Deili­skipu­lag fyrir lóðina heimilar byggingu leik- og grunn­skóla. Lóðar­vil­yrðið byggir á sam­komu­lagi haustsins 2009, milli Reykja­víkur­borgar, Há­skólans í Reykja­vík og Hjalla­stefnunnar. Nú liggur fyrir til­laga að hugsan­legum stað­setningum í Öskju­hlíð sem er nærri Sól­landi, duftreit kirkju­garðsins í Foss­vogi.

Full­trúi Flokks fólksins, Kol­brún Baldurs­dóttir, viðraði á­hyggjur um að byggt yrði of ná­lægt duft­garðinum enda mikil­vægt að duft­garðurinn geti þróast og stækkað í fram­tíðinni. Hún benti á annan ó­kost við að byggja skóla á þessu svæði þar sem börnin munu ekki geta gengið í skólann heldur mun þurfa að aka þeim þangað.