Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, utan­ríkis­ráð­herra, heim­sækja Kænu­garð í Úkraínu í dag í heim­sókn sinni. Þær byrja daginn í Borodianka og Bút­sjá þar sem þær munu sjá eyðileggingu borgarinnar.

Þær munu svo hitta for­seta landsins, Volodymír Selenskíj, eftir há­degi í dag.Litlar upp­lýsingar hafa verið gefnar upp um ferðina og dag­skráin mjög ó­ljós en það er vegna öryggis­að­stæðna. Í til­kynningu frá stjórnar­ráðinu í gær kom fram að mark­mið heim­sóknar ráð­herranna er að sýna úkraínsku þjóðinni og stjórn­völdum sam­stöðu og ræða á­fram­haldandi stuðning Ís­lands við Úkraínu.

Auk þess er til­efni heim­sóknarinnar einnig for­mennska Ís­lands í Evrópu­ráðinu og leið­toga­fundur ráðsins sem fer fram í Reykja­vík í maí, en Úkraína mun hafa þýðingar­mikið hlut­verk á leið­toga­fundinum.

Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem teknar voru í dag af þeim Katrínu og Þórdísi.

Katrín á vettvangi.
Mynd/Stjórnarráð Íslands
Þórdís Kolbrún utanríkisráðherra.
Mynd/Stjórnarráð Íslands
Eyðileggingin er mikil í Borodianka.
Mynd/Stjórnarráð Íslands