Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, heimsækja Kænugarð í Úkraínu í dag í heimsókn sinni. Þær byrja daginn í Borodianka og Bútsjá þar sem þær munu sjá eyðileggingu borgarinnar.
Þær munu svo hitta forseta landsins, Volodymír Selenskíj, eftir hádegi í dag.Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp um ferðina og dagskráin mjög óljós en það er vegna öryggisaðstæðna. Í tilkynningu frá stjórnarráðinu í gær kom fram að markmið heimsóknar ráðherranna er að sýna úkraínsku þjóðinni og stjórnvöldum samstöðu og ræða áframhaldandi stuðning Íslands við Úkraínu.
Auk þess er tilefni heimsóknarinnar einnig formennska Íslands í Evrópuráðinu og leiðtogafundur ráðsins sem fer fram í Reykjavík í maí, en Úkraína mun hafa þýðingarmikið hlutverk á leiðtogafundinum.
Hér að neðan má sjá fleiri myndir sem teknar voru í dag af þeim Katrínu og Þórdísi.


