Í­búar á höfuð­borgar­svæðinu mega gera ráð fyrir élja­gangi í dag og verður hiti lík­lega á bilinu 0 til 3 stig. Það frystir í nótt en á morgun verður úr­komu­lítið, að því er segir í spá Veður­stofu Ís­lands.

Það verður bjartara yfir á austan­verðu landinu í dag og gæti hiti farið í 5 til 10 stig á Aust­fjörðum ef allt gengur eftir. Í hug­leiðingum veður­fræðings á vef Veður­stofunnar segir að hnjúka­þeyr gæti sums staðar hækkað loft­hita all­nokkuð og þá sér­stak­lega fyrir austan.

„Á morgun lægir á vestan­verðu landinu og dregur úr ofan­komunni en þá snýst í norð­vestan­átt austan­til, og gæti verið all­hvasst suð­austan­lands fram eftir degi. Annað kvöld tekur hæð suður í höfum að miklu leyti stjórnina á veðrinu og lægir um allt land,“ segir í hug­leiðingum veður­fræðings.

Á laugar­dag og sunnu­dag er út­lit fyrir heldur mildara loft yfir landinu en það kólnar svo aftur helgi. „Jafn­vel með norðan hríð norðan­til á að­fara­nótt mið­viku­dags, þó er ekkert endan­legt í þeim efnum,“ segir veður­fræðingur.

Veður­horfur næstu daga:

Á föstu­dag:
Vest­læg átt, 8-15 m/s en lægir þegar líður á daginn. All­víða dá­lítil él en úr­komu­lítið eftir há­degi. Frost 0 til 5 stig, en um og yfir frost­marki við S-ströndina.

Á laugar­dag:
Vestan 5-13 og þykknar smám saman upp og dá­lítil súld eða rigning vestan til annars þurrt að kalla. Hlýnar í veðri og hiti víða yfir frost­marki um kvöldið.

Á sunnu­dag:
Vestan 8-15 og skýjað með köflum en úr­komu­lítið. Hiti 2 til 7 stig, hlýjast A-lands.

Á mánu­dag:
Stíf vestan­átt með rigningu, en þurrt að kalla A-lands. Á­fram milt.

Á þriðju­dag:
Út­lit fyrir hægari vest­læga átt og ört kólnandi veður á norðan­verðu landinu en dá­litla vætu og mildu veðri sunnan og suð­vestan­til en líkur á norðan hríð norðan­til um kvöldið.

Á mið­viku­dag:
Líkur á norðan­átt, stöku éljum norðan­til og tals­verðu frosti.