Þó það verði kannski ekki sól­baðs­veður má gera ráð fyrir að hiti fari nokkuð víða yfir 10 stig á landinu í dag. Jafn­vel má gera ráð fyrir að hann fari yfir 13 stig á stöku stað fyrir norðan.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings á vef Veður­stofu Ís­lands.

Um sunnan­vert landið verður á­kveðin suð­austan­átt og vætu­samt en hægari suð­læg átt í kvöld og þá dregur smám saman úr vætu. Fyrir norðan verður aftur á móti víða þurrt og milt.

„Sunnan­átt á morgun. Skúrir sunnan- og vestan­til, en létt­skýjað á Norður- og Austur­landi. Hita­tölur verða þá á niður­leið aftur, en víða verður 2 til 7 stiga hiti á landinu,“ segir veður­fræðingur.

Veður­horfur á landinu næstu daga


Á fimmtu­dag (full­veldis­dagurinn):
Sunnan 8-15 m/s og skúrir, hvassast vestast, en bjart­viðri á Norður- og Austur­landi. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstu­dag:
Suð­læg átt, 3-8 m/s og skúrir sunnan­til, stöku slyddu­él á Vest­fjörðum, en bjart­viðri norð­austan­til. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.

Á laugar­dag:
Hæg suð­læg eða breyti­leg átt og víða bjart­viðri, en sunnankaldi og skýjað vestast þegar líður á daginn. Hiti kringum frost­mark, en hiti að fimm stigum við suð­vestur­ströndina.

Á sunnu­dag:
Suð­vestan­átt, skýjað með köflum og hlýnar heldur, einkum vestast. Dá­lítil væta vestan­til, en yfir­leitt létt­skýjað um landið austan­vert.

Á mánu­dag og þriðju­dag:
Breyti­leg átt, skýjað með köflum og fremur svalt.