Hitastigið á landinu gæti náð upp að 30 gráðum á Austurlandi en hlýjast verður í innsveitum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er spáð hita á bilinu 12-26 gráðum um allt land en léttskýjað en svalara vestan til.
Þokusúld eða rigning með köflum um landið vestanvert.
Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt Veðurstofunni
föstudag og laugardag:
Hæg breytileg átt eða hafgola og bjart með köflum, en sums staðar þokuloft við ströndina og líkur á stöku síðdegisskúrum. Hiti 15 til 22 stig, en svalara við sjávarsíðuna.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil. Einhverjar líkur á stöku skúrum og hiti víða 15 til 20 stig.
Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil. Áfram hlýtt í veðri.