Veðurstofa Austurríkis greindi frá því í vikunni að júnímánuður myndi líklegast ekki vera sá heitasti frá upphafi mælingu en yrði ofarlega á lista.

Á sama tíma þurftu 583 slökkviliðsmenn að berjast við erfiðar veðuraðstæður á þriðjudaginn þegar stormur gekk yfir svæðið.

Stöðva þurfti lestar þar sem tré höfðu fallið á lestarteinana en það sem olli meiri skemmdum voru stærðarinnar högl sem skemmdu húsnæði, bíla og gróðurlendi.

Búist er við að skemmdarverkin kosti að minnsta kosti tvær milljónir evra og þá er áætlað að landbúnaðarafurðir fyrir tuttugu milljónir evra hafi skemmst í storminum.