Hitabylgja gengur nú yfir meginland Evrópu og er víða allt að 37 til 40 stiga hiti. Lög­reglan í Branden­burg í Ber­lín stöðvaði mann á bif­hjóli í dag sem ók um á skónum einum. Lög­reglan greinir frá því á Face­book í dag að þau hafi verið ögn orð­laus í byrjun en hrósa honum þó fyrir að hafa verið með hjálm.

Þegar maðurinn var spurður hvers vegna hann keyrði um án klæða svaraði hann að það væri einungis vegna hitans. Í Ber­lín er nú um 37 stiga hiti og hefur verið alla vikuna.

Lög­reglan var sam­mála honum að það væri veru­lega heitt en bað hann samt sem áður að klæða sig í buxur og leyfðu honum að því loknu að halda för sinni á­fram.

Í til­kynningu lög­reglunnar segir að það sé í raun ekki bannað að aka um nakinn, en ef að það trufli annað fólk geti það verið brot á lögum.

Lögreglan birti einnig tilkynninguna og myndina á Twitter og bað almenning að skrifa sínar eigin lýsingu við myndina. Við þráðinn hafa um þúsund manns skilið eftir sínar eigin tillögur sem eru eins. Áhugasamir geta skoðað þær hér að neðan.