Veðrið er afar gott á Suðurlandinu þessa stundina en hiti klukkan 15.00 var víðs vegar yfir 20 stig og á nokkrum stöðum var um það bil 24 gráðu hiti.

Til að mynda var 24,2 gráðu hiti á Hjarðarlandi, 23,6 gráðu hiti á Þingvöllum og Árnesi, 23 gráður á Skálholti og 22 gráður á Hellu klukkan 15.00 í dag.

Þá er veðrið einnig gott fyrir vestan en það er um það bil 21 gráðu hiti á Bolungarvík síðdegis í dag.

Fyrir helgi spáði Veðurstofa Íslands að sólríkast yrði á Norðurlandi en ekki myndi muna mikið á hitatölum og úrkomu milli landshluta.

Veðurhorfur fyrir landið allt í dag eri eftirfarandi: Norðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og víða bjart í dag, en líkur á síðdegisskúrum SV-til. Hiti 10 til 24 stig, hlýjast sunnan- og vestantil.

Hæg breytileg átt eða hafgola á morgun og yfirleitt bjart, en skýjað að mestu um landið SV-vert og úrkomulítið. Hiti 13 til 22 stig, hlýjast inn til landsins og á Vestfjörðum.