Hinsegin dagar hófust í hádeginu í dag þegar regnbogi var málaður á götuna í Bankastræti. Mikil og spennandi dagskrá er víða um borgina næstu daga en opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Gamla bíó klukkan 20:30 og svo verður sjálf Gleðigangan gengin á laugardaginn.

Bjarni Snæbjörnssona flytur lag Hinsegin daga í ár en hann hefur undanfarið slegið í gegn í sýningunni Góðan daginn faggi í Þjóðleikhúsinu.

NÆS lag Hinsegin daga

Í viðtalið við helgarblað Fréttablaðsins sagði Bjarni að lagið, sem ber nafnið NÆS, væri sannkölluð diskógleði með djúpum skilaboðum.

„Þetta er baráttusöngur þar sem við gerum okkur grein fyrir sársaukanum og skömminni sem hefur verið innrætt í okkur gegnum hið samfélagslega „norm” og biðlar til alls fólks um að leyfa öllum að tilheyra, sem er grundvallarþörf mannsins,“ sagði Bjarni.