„Við vorum síðasta haust að fara í skóla eftir skóla þar sem var sjálfskaði, sjálfsvíg og morðhótanir barna á milli,“ segir Daníel Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78, í viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins: „Það er óþolandi algengt að börn sem hingað koma í ráðgjöf segi að þeim hafi verið hótað. Það er ógeðfellt.“

„Hvenær verður það tekið alvarlega að börn séu að fá morðhótanir í skólanum? Eða hvatningu um að drepa sig? Hvenær tökum við sem samfélag slíku nægilega alvarlega?“ spyr Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður samtakanna, og segir þau meðvituð um afturför í baráttu hinsegin fólks víða um heim og sjá merki um þá þróun hér.

„Við sjáum hana til dæmis í aðstæðum grunnskólabarna sem mörg hver verða fyrir aðkasti vegna hinseginleika.Við heyrum mjög ljótar sögur úr skólunum og höfum þurft að koma þangað inn í hálfgerða rústabjörgun.“Helgarblað Fréttablaðsins kemur út á morgun.