Fréttir

Hinrik prins kominn heim til að deyja

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er alvarlega veikur. Hann er kominn heim í Friðarhöllina og mun verja síðustu dögum ævi sinnar þar.

Fréttablaðið/AFP

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar hefur verið fluttur frá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Friðarhallarinnar þar sem að hann hyggst eyða síðustu dögum ævi sinnar í faðmi fjölskyldunnar. Samkvæmt yfirlýsingu frá hirðinni er prinsinn alvarlega veikur, samanber frétt Verdens Gang um gang mála. 

Hinrik var á ferð í Egyptalandi þegar hann veikist alvarlega og var fluttur með hraði til Danmerkur þann 28. janúar þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús, en hann greindist með góðkynja æxli í lunga. 

Síðastliðinn föstudag greindi danska hirðin frá því að heilsu hans hefði hrakað verulega.

Margrét Þórhildur og Hinrik prins á góðri stundu ásamt Friðriki krónprins eiginkonu hans,Mary Donaldsson og börnum þeirra. Fréttablaðið/ Getty

Margrét Þórhildur hefur aflýst öllum viðburðum sem að hún átti að vera viðstödd næstu daga og Friðrik krónprins flaug heim frá 
Suður – Kóreu fyrr en til stóð  en hann átti að vera viðstaddur vetrarólympíuleikana. Öll konungsfjölskyldan hefur nú safnast saman í Kaupmannahöfn þar sem frekari tíðinda er beðið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Stórhættulegur fellibylur stefnir hratt á Mexíkó

Erlent

Morðið bæði grimmilegt og þaulskipulagt

Erlent

Innkalla lakkrís súkkulaði

Auglýsing

Nýjast

Vilja hætta að nafn­greina saka­menn í dómum

Segir Brexit-samkomulag nánast í höfn

Senni­legt að gjald­takan hafi verið ó­lög­mæt og ó­hóf­leg

Hótar að skera niður fjár­hags­að­­stoð til þriggja ríkja

Bretar banna plaströr og eyrnapinna

Ung kona fannst látin á Akureyri: Einn handtekinn

Auglýsing