Fréttir

Hinrik prins kominn heim til að deyja

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, er alvarlega veikur. Hann er kominn heim í Friðarhöllina og mun verja síðustu dögum ævi sinnar þar.

Fréttablaðið/AFP

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar hefur verið fluttur frá Ríkissjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn til Friðarhallarinnar þar sem að hann hyggst eyða síðustu dögum ævi sinnar í faðmi fjölskyldunnar. Samkvæmt yfirlýsingu frá hirðinni er prinsinn alvarlega veikur, samanber frétt Verdens Gang um gang mála. 

Hinrik var á ferð í Egyptalandi þegar hann veikist alvarlega og var fluttur með hraði til Danmerkur þann 28. janúar þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús, en hann greindist með góðkynja æxli í lunga. 

Síðastliðinn föstudag greindi danska hirðin frá því að heilsu hans hefði hrakað verulega.

Margrét Þórhildur og Hinrik prins á góðri stundu ásamt Friðriki krónprins eiginkonu hans,Mary Donaldsson og börnum þeirra. Fréttablaðið/ Getty

Margrét Þórhildur hefur aflýst öllum viðburðum sem að hún átti að vera viðstödd næstu daga og Friðrik krónprins flaug heim frá 
Suður – Kóreu fyrr en til stóð  en hann átti að vera viðstaddur vetrarólympíuleikana. Öll konungsfjölskyldan hefur nú safnast saman í Kaupmannahöfn þar sem frekari tíðinda er beðið. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bandaríkin

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Björgun

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Hvalveiðar

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Auglýsing

Nýjast

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Spennan magnast enn í Venesúela

Segir það sann­gjarna kröfu að fólk geti lifað á launum sínum

Þing­kona gagn­rýnd fyrir yfir­læti í garð barna

Auglýsing