Karl­maðurinn sem er grunaður um að hafa orðið öðrum að bana á Ólafs­firði í byrjun októ­ber er laus úr haldi. Það kom fram á vef RÚV í gær en lög­maður mannsins stað­festa það við frétta­stofu RÚV. Gæslu­varð­halds­úr­skurður yfir manninum rann út í gær.

Í gæslu­varð­halds­úr­skurði mannsins kom fram að sá grunaði hafi átt í á­tökum við þann látna og að sá látni hafi hafið á­tökin. Þar kom jafn­framt fram að héraðs­dómur og Lands­réttur úr­skurðuðu manninn ekki í gæslu­varð­hald vegna Ólafs­fjarða­málsins, heldur vegna annara brota sem hann er grunaður um.

Hins vegar er haft eftir bráða­birgða­skýrslu um réttar­krufningu að út­lit sé fyrir að „skarpan kraft“ hafi þurft í stunguna til að valda á­verkunum á hinum látna, en hann var með tvö stungu­sár á vinstri síðu.

„Það er að mínu mati undar­legt að rétt­hentur maður sem á í á­tökum við örv­hentan mann stingi sig tvisvar í vinstri síðu í á­tökum. Væntan­lega ef hann hefur verið með hnífinn hefur hann beitt honum frá hægri hlið sinni,“ er haft eftir á­kæru­valdinu

Dóm­stólarnir voru á þeirri skoðun að á­kæru­valdinu hafi ekki tekist að sýna fram á að „sterkur grunur“ sé á þætti mannsins í málinu.

Fjögur voru hand­tekin á vett­vangi en þrjú höfðu fyrir verið látin laus.