Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið öðrum að bana á Ólafsfirði í byrjun október er laus úr haldi. Það kom fram á vef RÚV í gær en lögmaður mannsins staðfesta það við fréttastofu RÚV. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum rann út í gær.
Í gæsluvarðhaldsúrskurði mannsins kom fram að sá grunaði hafi átt í átökum við þann látna og að sá látni hafi hafið átökin. Þar kom jafnframt fram að héraðsdómur og Landsréttur úrskurðuðu manninn ekki í gæsluvarðhald vegna Ólafsfjarðamálsins, heldur vegna annara brota sem hann er grunaður um.
Hins vegar er haft eftir bráðabirgðaskýrslu um réttarkrufningu að útlit sé fyrir að „skarpan kraft“ hafi þurft í stunguna til að valda áverkunum á hinum látna, en hann var með tvö stungusár á vinstri síðu.
„Það er að mínu mati undarlegt að rétthentur maður sem á í átökum við örvhentan mann stingi sig tvisvar í vinstri síðu í átökum. Væntanlega ef hann hefur verið með hnífinn hefur hann beitt honum frá hægri hlið sinni,“ er haft eftir ákæruvaldinu
Dómstólarnir voru á þeirri skoðun að ákæruvaldinu hafi ekki tekist að sýna fram á að „sterkur grunur“ sé á þætti mannsins í málinu.
Fjögur voru handtekin á vettvangi en þrjú höfðu fyrir verið látin laus.