Ein­staklingarnir fimm, sem lentu í hörðum á­rekstri tveggja bif­reiða á Hnífs­dals­vegi, milli Hnífs­dals og Ísa­fjarðar síðast­liðið föstu­dags­kvöld, eru öll úr lífs­hættu. Þetta stað­festir Hlynur Snorra­son, yfir­lög­reglu­þjónn lög­reglunnar á Vest­fjörðum.

Þrír eru inni­liggjandi á Land­spítalanum og tveir á sjúkrahúsinu á Ísa­firði.

Rýnifundur við­bragðs­aðila var haldinn síð­degis í gær, og segir Hlynur alla þá sem mættu á fundinn hafa verið sam­mála um að sam­hæfing hafi verið með besta móti.

„Við fórum yfir að­gerðirnar í gær og það voru allir sam­mála um að vel hafi til tekist í þessu verk­efni,“ segir Hlynur.

„En það sem skiptir öllu máli er að allir eru úr lífs­hættu,“ bætir hann við.

Á áttunda tug manna komu að að­gerðunum á föstu­dag, þar af fimm­tíu á vett­vangi og við vett­vang. Málið er nú í rann­sókn.