„Þetta er á­hyggju­efni því það er ekki til nein lækning og dánar­tíðnin er há,“ segir Supa­porn Wacharaplu­esa­dee, einn fremsti smit­sjúk­dóma­fræðingur Asíu, í sam­tali við BBC.

Supa­porn og teymi hennar var það fyrsta sem greindi CO­VID-19 utan Kína í byrjun síðasta árs. Hún er for­stöðu­maður smit­sjúk­dóma­stofnunar Rauða krossins í Bang­kok í Taí­landi og auk þess full­trúi Predict, sam­taka innan banda­rísku þróunar­sam­vinnu­stofnunarinnar USA­ID, sem fylgjast með smit­sjúk­dómum sem mann­kyninu stafar hugsan­leg hætta af.

150 létust af 196 sem smituðust

Í um­fjöllun BBC í dag er fjallað sér­stak­lega um Nipah-veiruna svo­kölluðu sem vísinda­menn fylgjast vel með. Enn sem komið er hefur veiran ekki valdið stórum far­öldrum þó að nokkrir minni hafi komið upp, til dæmis í Ind­landi, Malasíu og Bangla­dess. Á árunum 2001 til 2011 kom upp ellefu minni far­aldrar í Bangla­dess þar sem 196 ein­staklingar smituðust. Þar af létust 150 sem sýnir hversu al­var­legum veikindum veiran getur valdið.

Helstu ein­kenni eru hiti, höfuð­verkur, bein­verkir, særindi í hálsi en einnig skert með­vitund, lungna­bólga og heila­himnu­bólga í al­var­legum til­fellum.

Leðurblökur eru algengasti hýsill veirunnar.
Mynd/Getty Images

Langur meðgöngutími

Ekki er til neitt bólu­efni gegn veirunni sem greindist fyrst skömmu fyrir síðustu alda­mót. Það sem veldur vísinda­mönnum á­hyggjum er hversu skæð hún er ef hún berst í menn. Dánar­tíðni þeirra sem smitast af veirunni er á bilinu 50 til 75% og þá er með­göngu­tími veirunnar, tíminn sem líður frá því að ein­stak­lingur smitast af veirunni þangað til ein­kenna verður vart, nokkuð langur.

Í um­fjöllun BBC kemur fram að dæmi séu um allt að 45 daga með­göngu­tíma þó hann sé yfir­leitt tals­vert styttri, eða 4-14 dagar. Þetta getur gefur veirunni full­komið tæki­færi til að dreifa sér án þess að fólk átti sig á að það hafi komist í snertingu við hana.

Náttúru­leg heim­kynni veirunnar eru í leður­blökum en fólk hefur einnig smitast af svínum og öðru fólki með snerti­smiti. Upp­haf far­aldurs sem kom upp í Malasíu, þeim fyrsta árið 1999, má rekja til snertingar fólks við smituð svín sem höfðu að líkindum étið skít úr leður­blökum. Þá má rekja aðra far­aldra til á­vaxta sem voru mengaðir af skít eða þvagi úr leður­blökum.

Á lista með COVID-19 og ebólu

Í um­fjöllun BBC kemur fram að veiran smitist helst með beinni snertingu eða með neyslu á menguðum mat­vælum eins og dæmið hér að ofan sýnir. Hættan á dropa- eða úða­smiti virðist ekki vera ýkja mikil en í niður­stöðum rann­sóknar sem vísinda­menn við Johns Hop­kins-há­skólans birtu árið 2019 kom fram að smit­sjúk­dóma­fræðingar óttuðust stökk­breytingu sem myndi gera veirunni auð­veldara um vik að dreifa sér.

Í um­fjöllun BBC kemur fram að Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin geri lista á hverju ári yfir sjúk­dóms­valdandi ör­verur sem hafa helst burði til að valda miklum skaða. Á þessum lista er Nipah-veiran en einnig ebólu­veiran, CO­VID-19 og Zika-veiran svo­kallaða svo nokkrar séu nefndar.

Um­fjöllun BBC um Nipah-veiruna.