Sam­evrópska á­takið Nýtni­vikan hófst í dag. Sam­evrópsku vikurnar eru kannski ör­lítið frá­brugðnar þeim ís­lensku, sem hafa flestar hafist á sunnu­degi, en í dag er laugar­dagur. Það gerir þó ekki að sök; mark­mið á­taksins er ekki bundið við daga­talið heldur vitund fólks en það er að hvetja fólk til að draga úr ó­þarfa neyslu, nýta hlutina betur og draga þannig úr myndun úr­gangs.

Um­hverfis­stofnun og Reykja­víkur­borg bjóða til þriggja há­degis­erinda í vikunni í tengslum við á­takið. Þau fara fram á for­ritinu Teams og er öllum vel­komið að fylgjast með þeim.

Þema vikunnar í ár er „það sem ekki sést“ en þar er vísað til alls úr­gangs og sóunar sem myndast í fram­leiðslu­ferli vöru áður en hún kemst í hendur neyt­enda. Einnig verður mark­mið að gera fólk með­vitaðra um mengun sem verður vegna virkni vöru sem fólk áttar sig sjaldnast á. Sem dæmi um úr­gang og sóun sem er hálfdulin má til dæmis nefna orku­notkun og kol­efnis­spor net­notkunar.

Neysludrifið kolefnisspor Íslendinga með því stærsta

Erindi vikunnar eru þrjú talsins og verða öll haldin um há­degis­bilið. Það fyrsta verður haldið á mánu­daginn en þar mun prófessorinn Jukka Hein­onen, við Há­skóla Ís­lands, fjalla um neyslu­drifið kol­efnis­spor Ís­lendinga. Sam­kvæmt hans rann­sóknum er þetta kol­efnis­spor Ís­lendinga með því mesta sem þekkist á heims­vísu. Erindið fer fram á ensku og ber titilinn Out of sig­ht, out of mind: the out­sourced global war­ming impact of Iceland.

Á þriðju­dag mun svo Hrefna Björg Gylfa­dóttir flytja erindi sitt Að lifa í sam­ræmi við gildin okkar. Hera er lofts­lags­að­gerðar­sinni sem hefur kannað mis­munandi leiðir til að hafa á­hrif á um­hverfið, allt frá því að lifa svo­kölluðum „zero wa­ste lífs­stíl“, þar sem mark­miðið er að henda engu, yfir í að leiða stærri verk­efni tengd kerfis­breytingum. Fyrir­lestur hennar mun beinast að þætti ein­stak­lingsins og getu hans til að hafa á­hrif á lofts­lags­vána.

Þriðja og síðasta erindið fer fram á föstu­daginn en þar mun Árni Jón Eggerts­son, fram­kvæmda­stjóri Reykja­vík Data Center, ræða um­hverfis­á­hrif gagna­vera og hvernig hægt er að draga úr staf­rænu kol­efnis­spori sínu.

Í til­kynningu segist Um­hverfis­stofnun vilja hvetja sveitar­fé­lög, fyrir­tæki, stofnanir og al­menning til þess að nýta vikuna til að fræðast um úr­gangs­mál og jafn­vel skipu­leggja sína eigin við­burði.