For­seta­fram­bjóðandinn fyrr­verandi, Hillary Clin­ton, hyggst ekki gefa kost á sér í for­vali Demó­krata fyrir for­seta­kosningarnar í Banda­ríkjunum árið 2020. Clin­ton hefur þannig kveðið niður há­værar sögu­sagnir um að hún ætli aftur í for­seta­slaginn á móti Donaldi Trump. 

„Ég ætla ekki í fram­boð, en ég mun halda á­fram að vinna og tala fyrir því sem ég trúi á,“ sagði Clin­ton í við­tali við frétta­stöðina News 12. 

Að­spurð sagðist Clin­ton á­fram ætla að láta að sér kveða á opin­berum vett­vangi, og kvaðst að auki nú þegar hafa rætt við þá sem ætla að gefa kost á sér í for­vali Demó­krata. 

„Ég hef sagt hverju og einu þeirra að taka engu sjálf­sögðu,“ sagði hún, en líkt og kunnugt er mátti minnstu muna að hún hefði unnið kosningarnar 2016, því hún hlaut fleiri at­kvæði á lands­vísu en Trump fékk fleiri kjör­menn.