Innlent

Hildur segir málinu ólokið

Hildur Björns­dóttir stjórnar­maður í stjórn Orku­veitu Reykja­víkur, segir að máli frá­farandi fram­kvæmda­stjóra sé ekki lokið. Hún segir­að ó­tíma­bært hafi verið að lýsa yfir stuðningi við for­stjóra OR.

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, og Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, áréttar í Facebook-færslu að máli Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar sem sagt var upp störfum í gær vegna ásakana um óviðeigandi hegðun á vinnustað, sé ekki lokið og enn séu ýmsar spurningar ósvaraðar.

Í gær greindi Fréttablaðið frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið sagt upp störfum vegna óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. Einar Bárðarson umboðsmaður hitti Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitunnar, á fund í gær til að ræða ástæður starfsloka eiginkonu Einars, en þær ku vera tengdar hegðun Bjarna Más. Einar segir m.a. í Facebook-færslu að Bjarni Már „sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“

Eftir fund Einars og Bjarna var boðað til stjórnarfundar hjá Orku Náttúrunnar þar sem ákvörðun var tekin um að víkja Bjarna Má úr starfi.

Bjarni Már viðurkenndi að hann hefði gert mistök í starfi, m.a. með því að senda kvenkyns starfsfólki óviðeigandi tölvupóst, en segist ekki vera „dónakall“ og áréttar að hann hafi beðist afsökunar á tölvupóstinum, sem átti að vera grín tengst hjólreiðarkeppninni WOW Cyclothon.

Í dag fundaði svo stjórn Orkuveita Reykjavíkur vegna málsins og lýsti Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður yfir stuðningi við Bjarna Bjarnason, forstjóra Orkuveitunnar, eftir fundinn. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi segir í athugasemdum við færslu sína á Facebook að stjórn Orkuveitunnar hafi ekki gefið út neina stuðningsyfirlýsingu við forstjórann vegna málsins heldur séu það einungis ummæli stjórnarformannsins. „Við Björn Gíslason sátum fundinn og teljum algjörlega ótímabært að lýsa yfir neinum slíkum stuðningi enda málið ekki til lykta leitt,“ sagði Hildur í færslu sinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Rekinn með skömm en fær laun í sex mánuði

Innlent

Upp­­lif­a fund­inn í að­­drag­and­a upp­­­sagn­ar öðr­u­­vís­i

Fréttir

Rekinn vegna óviðeigandi hegðunar

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing