#MeToo

Hildur reið út í fjöl­miðla: „Þetta er risa­stórt frétta­mál“

Einn mest áberandi femínisti landsins er óánægð með sinnuleysi fjölmiðla.

Hildur Lilliendahl vill að fjölmiðlar fjalli um nýlegar frásagnir um kynferðislegt ofbeldi Jóns Baldvins.

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir les helstu fréttastofum landsins pistilinn í færslu á Facebook-síðu sinni og segir þær „fokking veikar“ fyrir að fjalla ekki um nýlegar uppljóstarnir um Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins.

Fréttablaðið greindi frá því fyrr í kvöld að dóttir Jón Baldvins, Aldís Schram, hafi stigið fram og greint frá kynferðislegri áreitni og annarri niðrandi framkomu sem hún þurfti að þola á æskuheimili sínu. Þá hefur Stundin jafnframt birt frásagnir annarra kvenna um framkomu Jóns, en sérstakur #MeToo-hópur um Jón Baldvin hefur verið stofnaður.

Hildur lýsir furðu sinni á því að ýmsar af stærri fréttastofum landsins hafi ekki tekið málið fyrir. „Nei í alvöru. Það er eitthvað verulega bilað í gangi. Allar stærstu fréttastofur landsins hafa verið of uppteknar í dag til að geta sett sig inn í málefni kvennanna sem greindu frá kynferðisofbeldi Jóns þarna whatshisface,“ skrifar Hildur.

Hún segist jafnframt hafa hringt í fréttastofu RÚV, visir.is og mbl.is og segist hafa fengið „ömurleg svör“. „Ýmist var þetta viðkvæmt, hafði ekki gefist tími eða jaaaá áhugavert skal skoða þetta. ÞETTA ER RISASTÓRT FRÉTTAMÁL OG ALLAR FRÉTTASTOFUR SEM FARA EKKI Í ÞAÐ ERU FOKKING VEIKAR. Hvað er að, í alvöru?“ skrifar Hildur.

Hildur virðist jafnframt ýja að því að e.t.v. hefði málið fengið meiri athygli ef það hefði snúist um útlending. „Ef Stundin hefði birt frásagnir fjöldamargra kvenna í morgun um ofbeldi sl. 50 ár af hálfu Pjodereks Blamsokivz sem hefði búið á höfuðborgarsvæðinu síðan 1967, þá væri það fyrsta frétt allsstaðar á öllum miðlum. Hvað er að ykkur?“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

#MeToo

Segir frá Jóni Bald­vini: „Voða­­lega á ég ljótan pabba“

#MeToo

Mun tjá sig um málið þegar þar að kemur

#MeToo

Segir Jón hafa skrifað ungum nem­endum „ástar­bréf“

Auglýsing

Nýjast

„Hverfandi líkur“ á því að sjá til al­myrkvans í nótt

Hellisheiði opin en Kjalarnes enn lokað

Fjórir á slysa­deild með minni­háttar á­verka

Lokað um Hellis­heiði, Þrengsli og Kjalar­nes

Tvær rútur út af á Kjalarnesi

Ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi slyss

Auglýsing