Hildur Björns­dóttir, borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins sem stefnir á odd­vita­sæti flokksins, sem Ey­þór Arnalds hyggst verma á­fram, gaf ekki kost á við­tali í dag á Frétta­vaktinni þegar eftir því var leitað.

Hildi og Ey­þóri Arnalds, odd­vita flokksins, var boðið saman í við­tal í gær­kvöldi, í töku síð­degis í dag á Frétta­vaktina á Hring­braut, eftir að Hildur lýsti yfir fram­boði sínu gegn Ey­þóri í gær­kvöldi á Stöð 2.

Hildur segir í skila­boðum að hún telji sér ekki fært að mæta sökum anna nú síð­degis en við­talið er bókað klukkan 15 í dag.

Hildur, sem hefur sagst hafa hug á borgar­stjóra­em­bættinu, mun takast á um odd­vita­sætið í flokknum við Ey­þór, að öllum líkindum í próf­kjöri í febrúar fyrir borgar­stjórnar­kosningarnar sem haldnar verða næsta vor.

Eyþór sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook í morgun þar sem hann fagnaði mótframboðinu „Ég fagna áhuga fólks sem vill gera borgina betri og sérstaklega áhuga þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í borgarstjórn,“ sagði hann.

„Ekki síst gleðst ég yfir því að fólk hafi metnað til að gefa kost á sér til starfa innan Sjálfstæðisflokksins sem er það hreyfiafl sem getur breytt borginni og snúið stöðnun í sókn og framfarir.Það styrkir okkur sem flokk og það styrkir borgina okkar allra.Því fagna ég.“