Fyrstu tölur voru að berast úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eftir ansi langa bið.

1935 atkvæði hafa verið talin af 5.545, og það er Hildur Björnsdóttir sem leiðir samkvæmt þeim, en hún er með 964 atkvæði. Mótframbjóðandi hennar, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er í öðru sæti eins og stendur með 820 atkvæði.

Í þriðja sæti er Kjartan Magnússon með 715 atkvæði, í fjórða Marta Guðjónsdóttir með 687 atkvæði, í fimmta sæti Friðjón R. Friðjónsson með 570 atkvæði, í sjötta sæti er Björn Gíslason með 645 atkvæði, í sjöunda er Helgi Áss Grétarsson með 740 atkvæði, í áttunda sæti er Sandra Hlíf Ocares með 804 atkvæði, og í níunda sæti er Birna Hafstein með 865 atkvæði.

Samkvæmt skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag mælist flokkurinn með rétt rúm tuttugu prósenta fylgi í borginni sem er tíu prósentum lægra en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Miðað við þessa könnun fengi flokkurinn fimm menn kjörna í borgarstjórn.