Svo gæti farið að Óskars­verð­launa­hafinn Hildur Guðna­dóttir bæti enn einum verð­laununum í safnið, sjálfum Eddu­verð­laununum. Í reglum ís­lensku kvik­mynda-og sjón­varps­verð­launanna kemur fram að hægt sé að til­nefna Ís­lendinga sem unnið hafa í er­lendum kvik­myndum til fag­verð­launa Eddunnar.

„Inn­sendingarnar byrjuðu 1. janúar og lauk 21. Þannig að það er bara lokað þá og allt komið í ferli,“ segir Auður Elísa­bet Jóhanns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Ís­lensku kvik­mynda-og sjón­varp­sakademíunnar, í sam­tali við Frétta­blaðið.

Reglur Eddunnar eru skýrar. „Verk sem til greina koma skulu vera að meiri­hluta fram­leidd af ís­lenskum fyrir­tækjum eða upp­fylla skil­yrði þeirra sam­fram­leiðslu­samninga sem Ís­land er aðili að. Þó er heimilt að senda nöfn Ís­lendinga sem taka þátt í myndum annarra þjóða, inn í fag­verð­laun Eddu.“

„Þetta er auð­vitað stór­kost­legur sigur,“ segir Auður um sigur Hildar í gær­kvöldi. Hildur hefur hingað til unnið svo gott sem allt sem hægt er að vinna fyrir tón­list sína í kvik­myndinni Joker og sjón­varps­þáttunum Cher­n­obyl. Óskarinn, Golden Globe, BAFTA, Gram­my og Emmy svo eitt­hvað sé nefnt.

Auður tekur fram að hún geti ekki gefið upp hvort Hildur hafi verið til­nefnd til Eddu­verð­launa að þessu sinni.

„Það er ekki búið að til­kynna neitt. Til­lögurnar eru núna hjá val­nefnd og svo er kosning á vegum akademíunnar, sem vegur fimm­tíu prósent á móti til­nefningum val­nefndarinnar. Þær verða svo ekki kynntar fyrr en þann 6. mars,“ segir Auður. Enn eigi eftir að komast að niður­stöðu í valinu.

Af­rek Hildar er það ein­stakt að hana vantar einungis Tony verð­laun til þess að komast á hinn ein­staka EGOT verð­launa­haf­alista. Listi yfir þá sem hafa hlotið Emmy, Gram­my, Óskar og Tony. Einungis fimm­tán manns eru á listanum, þar á meðal Whoopi Gold­berg, Andrew Lloyd Webber, Mel Brooks og Audrey Hep­burn.