Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík og jafn­framt stærsta flokksins í borginni, segir að staða flokks hennar sé góð og að hún muni hefja um­ræður við aðra odd­vita á næstu dögum um myndun nýs meiri­hluta í borginni.

„Við metum stöðuna góða,“ segir Hildur Björns­dóttir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins, og að næstu dagar fari í það að ræða við aðra odd­vita.

„Við sjáum að þessar niður­stöður eru skýrt á­kall um breytingar.“

Spurð hvort hún sjái hvaða flokkar vilji vinna með hennar flokki segir hún að hún geri það og að það séu margir en að­eins tveir hafi úti­lokað það, annar þeirra verandi Sósíal­ista­flokkurinn sem er hinum megin á pólitíska lit­rófinu.

„Það kemur okkur ekkert á ó­vart og er enginn ný­lunda,“ segir hún.

Ætlar þú að hafa sam­band og hafa frum­kvæði að því að hafa sam­band við ein­hvern?

„Já, mér finnst eðli­legt að odd­viti stærsta flokksins geri það. Hafi sam­band við aðra odd­vita um að setjast að borðinu og sjá hvar er besti og mesti mál­efna­grund­völlurinn til að starfa saman.“

Sem verður þá þú?

„Já, það verður ég.“

Lokatölur í Reykjavík.
Fréttablaðið