Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Frá þessu greinir hún á Facebook-síðu sinni.

Hildur, sem fædd er 1978, lauk meistaragráðu í lögfræði árið 2008 frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut lögmannsréttindi árið síðar. Hún var varaborgafulltrúi Sjálfstæðisflokksins 2010 til 2016 og borgarfulltrúi 2016 til 2017. Hún er fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fer fram 4. og 5. júní en framboðsfrestur rennur út á föstudaginn klukkan 16.