Í Berlín var Ford pallbíll nýlega hífður í burtu þar sem hann teppti rafbíl frá því að komast í hleðslustæði. Það var lögreglan í Berlín sem lét flytja hann burtu með kranabíl og greinilegt að hún líður ekki svona lagað. Á Íslandi verður lagt bann frá næstu áramótum við að leggja á merktu stæði til rafhleðslu að undanskildum þeim ökutækjum sem stæðið er ætlað. Stendur það í 29. grein nýrra Umferðarlaga sem taka gildi 1. janúar næstkomandi. Hvaða sektir verði við því eða hvort lögregla muni grípa til jafn róttækra aðgerða hérlendis verður þó að koma í ljós.

Ford pallbíllinn í stæðinu og eins og sjá má tók hann líka alltof mikið pláss.